Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

29 júlí 2003

Andleysi og annar þvermóðskuháttur
Uss nú eru dagar andleysis og leti að renna upp. Ég þykist vera að taka til (segi og skrifa: þrífa) en það er ekki mikil framleiðni í gangi. Framleiðnin á toppvígstöðvunum, þeas í heilanum er hinsvegar nákvæmlega ENGIN. Ég nenni ekki einu sinni að lesa blöðin því það krefst þess að ég þurfi aðeins að hugsa um það sem ég er að lesa. Nei þetta eru einfaldir dagar (allavega þar til á morgun þegar helv. skatturinn kemur og ég fæ að vita hversu mikið ég skulda eins og venjulega, held samt að ekkert slái árið í fyrra út, þar sem það var MEGAár). Mér finnst þessi árstími leiðinlegur og næstu mánuðir á eftir líka þar sem þá er verið að krukka í peninga sem ég á ekki til og heimta þá til að borga nýjar brýr og mislæg gatnamót. Það er eiginlega komið að því (finnst mér) að það sé reynt að krukka í veskið hjá einhverjum öðrum en mér en hinsvegar þá borga ég alltaf þegjandi og hljóðalaust þannig að ég skil vel að þeir (skattheimtumenn og farísearnir) haldi áfram að seilast í mitt. Held það borgi sig ekkert að halda áfram að væla á þessum nótum og halda frekar áfram að þrífa!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger