Í gær þegar ég kom heim úr vinnunni mættu mér öskur og læti við blokkina. Ég varð að vonum steinhissa og þegar ég opnaði útihurðina þá var greinilegt að þetta voru einhverjir nágrannar mínir að rífast! Úff rífast er svo sem ekki rétta orðið, þetta var meira í átt við slagsmál og þvílík öskur og formælingar. Úff úff, hetjan ég laumaðist framhjá og var bara alls ekki viss hvort ég ætti að trufla þær með því að segja "góðan og blessaðann daginn" þegar ég þrammaði framhjá. Enda fór svo að ég fór bara þegjandi hjá, en þær héldu áfram að æpa á hvor aðra og þegar ég opnaði íbúðina mína þá skellti önnur þeirra sínum dyrum svo harkalega að gluggarnir nötruðu... úff segið svo að aldrei gerist neitt... og í kvöld er húsfundur, hann gæti orðið spennandi eða þannig
Í kvöld er eróbik og ég fæ þá ánægju að rolast í kringum pallinn..en nú eru bara 7 vikur eftir, ein búin tralalala
Í kvöld er eróbik og ég fæ þá ánægju að rolast í kringum pallinn..en nú eru bara 7 vikur eftir, ein búin tralalala