Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

17 maí 2003

Ég er mikið að spá í þessa banka. Mér finnst það alveg merkilegt að þeir hafi svo góðar varnir hjá sér að í tveimur bönkum á mánaðartímabili geti smástrákar hreinlega hoppað yfir borðið og náð sér í peninga. Ég er viss um að flest heimili eru með betri öryggiskerfi en þetta. Það er eins og þeir séu að biðja um að vera rændir. Það er banki í vinnunni hjá mér og þar eru þær í glerbúri, þannig að enginn kemst að þeim og er samt sennilegt að þetta sé útibú sem litlar líkur eru á að sé í áhættuhóp varðandi rán því þarna eru ekki svo margir sem koma inn af götunni. Mér finnst þetta mjög furðulegt. Og hvað gaurarnir eru rólegir. Þessi í ráninu á föstudag labbar bara í rólegheitunum yfir gólfið eins og það sé heimisins ómerkilegasti hlutur að vera að koma og ræna banka, ekkert stress bless eins og Hemmi Gunn hefði orðað það. Og svo eru þeir svo heimskir, það er ekki verið að reyna að villa á sér heimildir, vera í dulargerfi eða eitthvað, nei þeir bara labba í rólegheitinum í bankann í sömu fötunum og þeir ganga í dagsdaglega með bakpokana sína á bakinu. Það liggur við að mar hafi það á tilfinningunni að þeir stoppi við kameruna og brosi, bara svona til öryggis, ef vélin hefur ekki náð af þeim góðri mynd. Fegin er ég að eiga enga peninga, samkvæmt minni heppni hefði það verið mínir peningar sem hefðu legið á lausu og því lent í bakboka heimska bankaræningjans!!!!!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger