Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

02 júní 2004

Ég er búin að liggja fársjúk í rúmi mínu í næstum sólarhring. Hr. Meinvill fór á hækjunni með bakpoka á bakinu til að kaupa diet pepsi handa mér. Ég tek það fram að í óráði mínu hafði ég ekki gert mér grein fyrir því að birgðir mínar væru það litlar að ég þyrfti að senda örkumla manninn af stað. En svona veik var ég bara.

Ég raknaði úr óráðinu eihvern tíma um miðjan dag til að horfa á forseta vorn Ólaf Ragnar flytja yfirlýsingu sem allir eru búnir að bíða eftir. Það skal tekið fram að ég hef aldrei verið sérstaklega spennt fyrir Ólafi, finnst hann hafa snúið baki við rótunum að ýsmu leiti en það er önnur saga. Í dag sat ég hinsvegar spennt og dáðist að mínum manni og undir miðbik ræðunnar er ég sá hvað verða vildi þá fór um mig unaðshrollur. Ólafur Ragnar rokkar og það vel. Ég er ekki frá því að með þessu hafi hann unnið mitt atkvæði svo lengi sem hann kýs að bjóða sig fram!
Election Day
Það verður spennandi að sjá hvernig hin himneska stjórn (sem ég bæ þe vei kaus EKKI) bregst við þessu. Það er komin fýla í sandkassann og nú er spurningin hver fer og klagar í leikskólakennarann

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger