Ég þekkti mig ekki þegar ég kom í vinnuna í morgun. Borðið mitt var svo snyrtilegt að það var eins og það væri búið að reka mig og einhver annar byrjaður að vinna! Úff kannski hefur það verið málið! Ég þyrfti eiginlega að eyða smátíma og laga til í pósthólfinu mínu. Það er eiginlega alveg fullt því ég fæ reglulega viðvaranir um að ég geti ekki sent póst nema eyða einhverju drasli og hvað er þá til ráða? Ekki nema tvennt í stöðunni; biðja um stærra hólf eða eyða. Fyrri möguleikinn er ekki með í stöðunni þannig að það er best að skella sér í það að eyða smá pósti!
01 júní 2004
script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr">
<< Til baka