Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

31 maí 2004

Dalalíf, Nýtt Líf og LETILÍF. Ég lifi letilíf myndina á hverjum degi. Það er að vísu mynd sem aldrei var gerð en mér finnst að einhver hefði átt að gera hana, ég hefði getað leikið Dúdda!

Molinn var hjá okkur í fyrrinótt og eru hamfara lýsingar á því á síðunni hjá Skakklappa þannig að ekki er ástæða fyrir mig að fara nánar í það. Við Molinn fórum hinsvegar niður að Læk með nammi í poka (gamalt brauð) og gáfum öndunum. Duck 3
Það er nú alltaf skemmtilegt ha?

Annars var upphaflegt plan að gera vorhreingerningu á heimilinu þessa helgi. Það komst hinsvegar aldrei á aðgerðarstigið en stundum þarf að hugsa um hlutina áður en þeir eru gerðir.

Annars er ég komin með æði fyrir ákveðnu nammi. Á hverju kvöldi upp úr átta eylkst löngunin og eykst þangað til ég á endanum bruna út og kaupi mér Bragðaref. Það er ekki góð hugmynd að verða húkkt á risaís og vera um leið að labba til að ná af sér mör. Milk Shake

Dominos er með auglýsingaherferð þessa dagana með Færeyinginn sinn í farbroddi. Það er ein auglýsingin sem nær sérstaklega til mín og það er auglýsingin þegar hann segir strákskömminni að setja svampa og pepperoni á pizzuna. Stráksi er ekki viss um að hafa heyrt rétt og spyr í óvissutón "pepperoni og SVAMP?". Hann fær svör til baka að hann sé herynarlaus og drífa sig.. sem hann auðvitað gerir. Hann raðar pepperoni og svampi á pizzuna og þegar Færeyingurinn sér útkomuna bregst hann ókvæða við "FÍFL, ég sagði SVAMPAR ekki TÚSKKODDAR".

Ég hef lent í þessari aðstöðu nokkrum sinnum og veit sko alveg hvernig aumingja stráknum líður. Allan tímann meðan hann er að gera pizzuna er hann að hugsa um að þetta sé rangt sem hann er að gera en hefur ekki forsendur til að gera neitt annað og fær svo skammir í lokin.

Eins og heyrist á þessu á ég mér ekkert líf lengur. Ég er farin að lifa mig inn á auglýsingar!

HJÁLP!!!!!!!!!!!!!!!!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger