Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

21 janúar 2004

Já alveg rétt, nýjustu fréttir af eggjaleitinni eru að það á að gerast á föstudag. Þá mætum við haukurinn upp á Lansa og þar fara virðulegir læknar inn í mitt helgasta og ná í eggin sem um er að ræða. Haldið að það sé munur? Við erum ekki búin að fá nákvæma tímasetningu en það verður hringt á eftir. Þetta er æði spennandi og ég er strax farin að stressa mig upp fyrir því að þetta geti verið sárt (ojojoj). Ég fæ einhverja roknadeyfingu skilst mér en í sumum tilfellum er svæfing. Sem sagt mar á að vera viðbúinn öllu og ekki borða neitt frá miðnætti og allt það kjaftæði (eins og mar sé eitthvað að borða á nóttunni). En núna bíð ég bara spennt eftir þessu símtali.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger