Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

24 desember 2003

Þorláksmessa: framhald
eftir ævintýrið í pósthúsinu brunuðum við á mínum fjallabíl í Hafnarfjörðinn þar sem Árni og María voru í heimsókn með Andreu Marín. Molinn varð dauðfeiminn og vildi bara sitja og lesa bók (með mér) en við settum diskinn hans í dvd spilarann og eftir að hafa horft smástund á myndina þá vippaði hans sér út á mitt gólf og tók til við að dansa. Þetta vakti fögnuð hjá gestum okkar en við haukurinn erum svo illa innrætt að við hlæjum í hvert einasta sinn sem greyið byrjar að dansa. Hann stendur á miðju gólfi og grípur með höndunum einhversstaðar nálægt eyrunum, beygir sig í hnjánum og lyftir rassinum upp og niður. Reglulega lítur hann í kringum sig til að sjá hvort við séum ekki að dansa líka og þá er sko eins gott að vera á hreyfingu.

Þaðan fórum við í heitt hangikjöt til foreldranna. Ég var á þessum tímapunkti orðin svoldið sein og vissi að leigubílstjórinn yrði orðin all óþolinmóð. Ég set því í fluggírinn og bruna niður í bæ. Finn stæði við Iðnskólann og er bara nokkuð sæl með mig þangað til ég teygi hendina í baksætið eftir töskunni minni. Ég starði lengi og lengur en það. Það var nefnilega barnabílstóll í sætinu.

OH MÆ GOD ég gleymdi að taka stól molans úr bílnum. Ég fékk hálfgert tilfelli og fálmaði eftir símanum en hann var ekki með í för. OH MÆ GOD þarf ég þá að keyra aftur upp í Breiðholt????

Ég hljóp í búðina til leigubílstjórans og sagði mínar farir ekki góðar. Ég væri loks komin, en með bílstólinn og molinn ætti eftir að komast heim. Ég mundi auðvitað ekki númerið hjá minni kæri systur svo ég hringdi í pabba. Þá var hann í hálfgerðu móðursýkiskasti því hann hafði auðvitað fattað þetta með stólinn. Var búinn að hringja og hringja en fékk bara talhólf.

En þetta reddaðist allt því systirin var enn í bænum og gat rennt við og bjargað stólnum og ÞÁ loksins gátum við farið að labba Laugaveginn

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger