Ég á voða fínan gemsa. Þessi gemsi er núna í hleðslu eftir að ég svaf með hann í hendinni alla nótt. Ég meina ef maður bíður eftir símtali þá bíður maður ALLAN sólarhringinn! En svona án gríns þá hefur þessi sími aldrei verið jafn sýnilegur í mínu lífi eins og núna. Hann nær varla að hringja einn tón áður en það er svarað. Hann hringir sem sagt ekki út eins og venjulega og símtali síðan svarað eftir 4-5 tíma. Ó nei!
Núna ætla ég að halda áfram að horfa á símann og BÍÐA!
Núna ætla ég að halda áfram að horfa á símann og BÍÐA!