Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

22 desember 2006

Ég er búin að vera að fá í skóinn að undanförnu (ég veit, ég veit það á að skrifa "ég hef fengið í skóinn að undanförnu" en það nær ekki sömu hughrifunum) og ég bara skil þetta ekki. Ég hef ekki einu sinni sett skóinn í gluggann en tvo morgna í röð hefur annað stígvélið mitt birst þar eins og fyrir tilviljun. Voðalega skrítið. Það furðulegasta við allt þetta er að jólasveinninn mundi eftir mér fyrsta morguninn eftir að Skakki kom heim. Er það ekki furðuleg tilviljun? Ekki er jólasveinnin færeyskur?

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger