Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

09 desember 2006

Nú geta jólin farið að koma því ég er komin í massa jólaskap! Í gær fór ég með handysystrum og mökum á árlegt jólahlaðborð og þar var borðað á sig gat og við hlustuðum á jólalög. Eða eins og kynnirinn sagði "ég ætla að spila fyrir ykkur jólalög og síðan einhver falleg lög". Og hann gerði það, spilaði bæði ljót jólalög og einhver önnur falleg lög en þetta var voðalega jólalegt og skemmtilegt. Nú þarf ég því að hunskast í bæinn og kaupa jólagjafir, allavega kaupa gjafir fyrir sænsku nýbúana svo þeir geti haldið íslensk jól þarna í óbyggðunum sem þeir búa.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger