Bara ein vika til jóla. Þetta er allt að koma. Nornirnar spáðu að ég mundi hlusta á músik yfir jólin..hmmm já það er bara alls ekkert ósennilegt þar sem við erum í hljómatækjahugleiðingum. Annars finnst mér ekkert rosalega jólalegt og þá er ég ekki að tala um að það vanta snjóinn því mér er alveg sama þó hann vanti allt árið um kring. Nei það er ég sjálf sem sem er ekki með jólin í hjarta. Ég mun halda þau í ár af tómri skyldurækni og ekkert annað. Nenni ekki einu sinni að skreyta eins og ég er vön heldur gerði hálfmisheppnaða tilraun til að dreyfa einhverju rauðu um íbúðina þannig að allir héldu að ég væri búin. Fínt bara. Svo er bara að láta janúar líða og þá er þetta allt að koma.
18 desember 2006
script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr">
<< Til baka