Í dag er merkisdagur fyrir þá sem huga að ættleiðingum erlendis frá því dag samþykkti Alþingi lög um að fólk sem fer erlendis að ættleiða börn fái til þess fjárhagsstyrk frá ríkinu. Þessi lög taka gildi frá og með 01. janúar 2007 þannig að foreldrar allra barna sem koma heim á komandi ári fá styrk. Það er búið að berjast í mörg ár fyrir þessum styrk en þetta tók ekki kipp fyrr en síðasta vetur er hópur fólks lagði þingmenn og ráðherra næstum því í einelti til að vekja athygli þeirra á þessu málefni. Ég er stolt af því að vera hluti af þessum hópi og enn stoltari af Alþingi að láta loks verða af þessu! Til hamingju Ísland
09 desember 2006
script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr">
<< Til baka