Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

06 september 2006

Gullmolinn á afmæli í dag... er orðinn fjögurra ára wow. Mér finnst ekki vera fjögur ár síðan við sátum systurnar og biðum eftir fæðingunni. Hún gat ekki hreyft sig vegna þyngdar (í eina skiptið á æfinni) og ég gat ekki hreyft mig út af uppskurði. Þannig að við sátum saman og horfðum á nýja tækið sem Skakki keypti handa konunni sinni af því það var svo erfitt að beygja sig niður í video tækið. Já, those were the days... Og ég gat ekki verið viðstödd þar sem ég mátti ekki standa svona lengi (sólarhring eða hvað það nú var sem tók drenginn að koma sér út í heiminn). En hann kom og síðan eru liðin 4 ár....

Hann kom við hjá mér í gær og sá hundinn og varð ægilega glaður: "Ertu búinn að fá Lubba, káta kallinn?" hmmm ég vissi ekki að hann héti Lubbi. Ég hélt að hann héti einhverju elgant tískunafni. Lubbi er svona sveitahundsnafn en hvað veit ég..hundurinn er sem sagt kominn með nafn... Honum fannst ekkert athugavert við að hundurinn væri í fötum og prufaði meira segja að leggja sig með hann og tókst það svo vel að á meðan ég snéri mér við til að tala við Skakka þá sofnaði Molinn. Vildi að ég sofnaði svona auðveldlega.

Við erum að búa hann undir frænku sem býr núna í Kína. Honum finnst það svoldið skrítið en uppveðraðist þegar hann fattaði að hann yrði "stóri frændi" og hver er kosturinn við það? Jú "þegar hún fer að hoppa á rúminu skal ég skamma hana"
Úff hann á svo taugaveiklaða frænku greyið og hún þorir ekki að leyfa honum að hoppa á rúminu og segir að hann geti gert það heima hjá sér. Ekki ætla ég að skila honum í henglum af því hann var að hoppa hjá mér..haha

Og svo fékk ég nýja frænku í nótt: Helgi Jó eignaðist dóttur sem er 12 merkur og 48 cm. Lítil og nett ;) Til hmingju með það Helgi og Magga...

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger