Voðalega er erfitt að koma sér af stað í salinn aftur. Það er bara eins og það sé lás á hurðinni sem mig vantar lykil að. Ég er búin að ásetja mér á hverju kvöldi að daginn eftir ætla ég að mæta en ásetnignurinn er nú ekki meiri en það að það hvarlar ekki að mér að stilla klukkuna og ég set ekki leikfimidraslið í töskuna. Agalega pirrandi eitthvað. Það stendur til að hafa nýtt átak í vinnunni og á það að byrja að eftir tvær eða þrjár vikur. Ef ég ætla að taka þátt í því verð ég að vera komin aðeins af stað svo ég sé ekki eins og mæðuveik rolla þegar ég byrja.
Ég á mér smá afsökun fyrir letinni en hún er samt léleg og mundi ekki halda vatni. Ég verð því bara að halda áfram að reyna að peppa mig upp og fara að mæta.
Ég á mér smá afsökun fyrir letinni en hún er samt léleg og mundi ekki halda vatni. Ég verð því bara að halda áfram að reyna að peppa mig upp og fara að mæta.