Sótti Molann í leikskólann í gær og átti með honum smá kvalití tíma. Mikið afskaplega geta börn haft mikið að hugsa. Ég lenti í umræðum um hnúða á kemeldýrum, börn í maga kvenna, spidermann dót og íþróttaálfinn. Og inn á milli sungum við um físifingur og mömmufingur. Ég veit ekki alveg hvaða fingur það eru því mínir heita jú vísifingur og langatöng.. en skemmtilegt var þetta. Hann hjálpaði mér að þrífa fúgurnar á eldhúsflísunum og þegar hann var búin að sulla út um allt gólf og gera flísarnar að einum haug þá horfði hann með vandlætingu á mig og sagði: "ofsalega er subbulegt hérna" Já er það? Andskotans dóni bara.. huh...
02 desember 2005
script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr">
<< Til baka