Það er að nálgast loka þessa ágæta vinnudags og þá er komin helgi. VEI. Ég er búin að bíða heillengi eftir þessari helgi. Nóvember ætlar nefnilega að vera jafn lengi að líða eins og október var fljótur. Furðulegt.
Ég er að búa mig andlega undir nornakvöld, er búin að pressa fjólubláu slánna og dusta af hattinum og prikið er tilbúið uppvið fiskabúrið. Þeir vita náttúrulega ekkert hvaðan á þá stendur veðrið enda er ekkert veður hjá þeim heldur alveg kyrrt og hreint vatn því ég hreinsaði helv. búrið í gær. Með miklum harmkvælum. Þeir voru svo hissa að þeir gleymdu að kvarta. Voru samt orðnir hressir aftur í morgun. Af framasögðu er augljóst að ég hef ekki nógu mikið fyrir stafni, ég er farin að hugsa um fiskadruslurnar eins og ..ja ég segi nú ekki börnin mín því þá ætti ég frekar vanhirt börn en svona næstum því...
Ég er að búa mig andlega undir nornakvöld, er búin að pressa fjólubláu slánna og dusta af hattinum og prikið er tilbúið uppvið fiskabúrið. Þeir vita náttúrulega ekkert hvaðan á þá stendur veðrið enda er ekkert veður hjá þeim heldur alveg kyrrt og hreint vatn því ég hreinsaði helv. búrið í gær. Með miklum harmkvælum. Þeir voru svo hissa að þeir gleymdu að kvarta. Voru samt orðnir hressir aftur í morgun. Af framasögðu er augljóst að ég hef ekki nógu mikið fyrir stafni, ég er farin að hugsa um fiskadruslurnar eins og ..ja ég segi nú ekki börnin mín því þá ætti ég frekar vanhirt börn en svona næstum því...