Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

02 október 2005

Í gær fyrsta okt. átti Snorri karlinn afmæli. Ussum suss hvað það er leiðinlegt að komast ekki lengur til hans í afmæli, ég verð að fara að gera eitthvað plan svo ég geti heimsótt hann einhverntíma á þessum tíma. En allavega til hamingju með daginn í gær Computing

Í gær fórum við Skakki á árshátíð. Það var hin besta skemmtun. Í fyrsta skipti í mörg ár gat ég skemmt mér yfir skemmtiatriðunum. Kynnir var nefnilega Gísli Einarsson og maðurinn er bara hreinlega ofurfyndinn að mínu mati og síðan komu Hundur í óskilum með tónlistaratriði og það er langt síðan ég hef hlegið svona mikið. Hvar hafa þessir menn verið fram að þessu? Afhverju hefur enginn sagt mér að þeir væru svona hryllilega fyndnir?

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger