Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

19 september 2005

Í upphafi sumarfrís voru sett ákveðin markmið sem átti að ljúka í sumar, sumt í fríinu og sumt eftir frí. Í gær lauk ég næstsíðasta markmiðinu og þá bara eitt eftir: Það var að labba 100 km, prjóna eina lopapeysu, labba a Helgafell og labba Esjuna. Í gær fórum við Skakki á Helgafell í frábæru veðri. Þetta tók enga stund en mikið svakalega finn ég til í rassinum. Ég notaði nefnilega stafgöngutæknina þegar ég labbaði niður aftur og það er að skila sér í geypimiklum verkjum. Mamma mia ég vissi ekki einu sinni að nákvæmlega þarna utan á rassinum væru vöðvar. Hélt þetta væri bara fitulag til að verjast harðri byltu. En sko markmiðið er auðvitað kúlurass þannig að ég hlýt að vera á réttri leið!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger