Ég er hálfefins um það hvað Skakki er að gera sínum vinnustað á daginn. Ég held að það sé ekki það sem hann er að segja mér. Í gærkvöldi þegar hann var að skipta um föt sé ég áverka á öxlinni á honum. Ég spurði auðvitað eins og hver önnur forvitin eiginkona: "hvað kom fyrir þig?". Hann vildi ekki meina að neitt hefði komið fyrir sem gerði mig auðvitað totryggna og ég gekk að honum og skoðaði áverkann og kvað upp úrskurð á staðnum: "Þetta er sogblettur". Hann varð auðvitað hálfhvumsa við og reyndi að skoða sjálfan sig í speglinum og þegar hann var nærri búin að snúa sig úr lið sá hann sogblettinn "ahhh þetta, ég rakst á frosthreinsivél" eða það heyrðist mér hann segja. Nú er það spurning, hvað er frosthreinisvél? Er það til að hreinsa frost? Ég held að hin skýringin sé MIKLU líklegri, að um sé að ræða sogblett. Hann vildi meina að hann fengi aldrei svona bletti heima hjá sér og því yrði hann að koma með hann heim..Æ rest mæ keis...
En ég er komin með miða á árshátíðina og forstjórinn er í hátíðarskapi og lækkaði miðana þannig að þetta verður bara skítódýr árshátíð
En ég er komin með miða á árshátíðina og forstjórinn er í hátíðarskapi og lækkaði miðana þannig að þetta verður bara skítódýr árshátíð