Ég held ég þurfi að fara að líta í kringum mig eftir annarri vinnu. Ég er orðin svo snúin og viðskotaill við fólk að það er ekki fyndið. Það er sko ekki lengur svarað með "ekkert mál ég skal athuga þetta" nei núna hreyti ég ónótum í fólk og þakka þeim kærlega fyrir að láta mig vita seint og illa af forföllum því heilt námskeið bíði eftir viðkomandi. Ég er eiginlega farin að skammast mín og finn að ég er komin með gubbu fyrir þessu öllu. Hvað gerir maður þá? Þó ég færi á annan vinnustað í samskonar starf þá er það sama sagan, almenn skynsemi segir mér það. Kannski er ég bara að brenna yfir. Hmmm hef einu sinni gert það áður og fór þá í þetta starf og núna er ég að verða búin að vera hér í sjö ár. Það er bara nokkuð mikið. Ég er meira segja farin að skoða atvinnuauglýsingarnar þó ég viti að þær hafi ekkert upp á sig eins og er. Ég bara nenni þessu ekki.
22 september 2005
script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr">
<< Til baka