Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

21 september 2005

Æi nú er bara eitt skipti eftir af göngunámskeiðinu og ég er alveg að verða búin að læra að ganga. Chili
Ég væri alveg til í að halda áfram.Það er boðið upp á framhaldsnámskeið og ég er að væflast með það hvort ég eigi að fara á það en það fer hinsvegar alveg eftir kennaranum. Það eru nefnilega tveir kennarar og ég sá í gær að það var STÓR munur á hópunum tveimur. Minn hópur rigsar um allt og sveiflar stöfunum eins og honum sé borgað fyrir það (eða hópurinn borgi), hinn hópurinn læðist áfram og virðist ekkert nota stafina. Ég vil því ekki fara á annað námskeið nema ég fái kennarann MINN. Svona getur mar orðið frekur með aldrinum, bara farin að gera kröfur í líkamsræktinni haha öðruvísi mér áður brá.

Annars er ég að fara á kajak á laugardag með vinnunni. Hlakka ægilega til þess. Við Skakki höfum nenilega verið að tala um að það gæti verið gaman að eignast svoleiðis fyrirbæri þegar við verðum búin að eignast bílskúrinn (einhvern tíma í framtíðinni). Það er ekki hægt að eiga kajaka nema eiga stað til að geyma þá yfir veturinn. Held þetta sé svakalega skemmtilegt og hlakka mikið til að prófa.
Lagoa Rodrigo De Freitas

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger