Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

26 september 2005

Ég er ennþá lasinn! Og það sem meira er, ég er gjörsamlega raddlaus. Get talað í hvíslingum. Er verið að hegna mér fyrir eitthvað? Ég bara spyr. Ég tók smá hlé á veikindum (fannst ég sem sagt orðin skratti góð) á laugardag og fór með vinnunni á Stokkseyrarbakka þar sem fundað var fram eftir degi en síðan farið í róður á kajak. Mikið afskaplega er það skemmtilegt. En ég held samt að ég hefði kannski átt að sleppa því þar sem röddin fór þegar líða tók á kvöldið. Og þegar ég fór heim (ætla ALDREI aftur í rútu heim af sviðsfundi) varð ég að fá samstarfsfélaga minn til að hringja í Skakka til að sækja mig því það heyrðist ekkert í mér. Sunnudagurinn var svo án orða og dagurinn í dag so far er þannig líka. Að vísu hringdi ég í ÓRÓ til að athuga hvort vinnan hefði ekki örugglega fengið mailinn frá mér þannig að allt gengi sinn vanagang þó ég væri ekki á staðnum (er ekki sagt að enginn sé ómissandi en öll höldum við það ehmm) og hún þekkti mig ekki. Hélt ábyggilega að ég væri einhver perrinn að hringja í hana og hvísla einhverjum dónaorðum. Varða að brýna raustina til að segja nafn mitt hahaha Þetta er eiginlega fyndið. En það fylgir þessu samt hósti og höfuðverkur þannig að ég vil fá samúð og hananú!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger