Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

12 október 2005

Ef þið viljið skamma einhvern þá skuluð þið skamma Skakka! Það var hann sem setti snjódekkin undir fyrir allar aldir og nú er byrjað að snjóa og löglega kominn vetur. Sem betur fer förum við til Spánar í næstu viku í hitann. Haha soldið gaman að segja þetta jafnvel þó ferðin sé afspyrnu stutt.

Ég fór og keypti mér garn í gær og það var upplifun. Konan sem afgreiddi mig var frekar fullorðin, svona gengu kaupin fyrir sig:
Meinvill: Góðan daginn, mig vantar mjúkt garn
Kona: Og í hvað ætlar þú að nota það vina?
Meinvill segir henni það.
Kona: Og er það á þig?
Meinvill segir henni það.
Kona: Jájá, og hvar vinnur þú vina?
Meinvill segir henni það.
Kona: Jájá hann Jói minn fór þangað að borða um daginn
Meinvill, hissa á svipinn: Já er það?
Kona: Jájá, maður fylgist nú með þó maður sé gamall. ég er sko 78 ára.
Meinvill orðinn soldið mikið hissa: Já er það?
Kona: jájá og hvar býrðu vina?
Meinvill segir henni það.
Kona: Já ég á heima.... og hef búið þar í 51 ár. Mér líkar það vel. Áður átti ég heima á xxx sem er tveimur götum frá. Ertu Hafnfirðingur góða?
Meinvill neitar því.
Kona: Já já og dóttir mín býr í xxx og hún er mamma hennar söngukonu (set ekki inn nafnið á söngkonunni svnoa inn keis) þú veist. þekkir þú hana ekki?
Meinvill: Jújú, hún syngur voða fallega
Kona: Ó já hún syngur svo vel. Ég vona að hún selji mikið af nýja diskinum sínum því hún er svo dugleg.

Þegar hér var komið sögu var Meinvill búin að fá garn, búin að borga og vissi ekkert hvort hún var að fara eða koma.
Kona: Svo kemur þú bara aftur vina og færð að skipta ef þú hefur keypt of mikið!
Meinvill: takk

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger