Þriðjudagsgönguvinafélagið hélt í þriðjudagsgönguferð að venju í gærkvöldi. Bættist einn gönguvinur með í för Hjartað og hélt hún af einhverjum misskilningi að gönguför okkar yrði stutt og hugguleg og hafði hún ekki einu sinni með sér vatnslögg sem er lágmarksviðbúnaður í þriðjudaggönguvinaklúbbnum. En sem sagt við gengum í 2 tíma og 40 mínútur og afrekuðum að leggja að baki 5,70 km sem telst nú bara allgott hjá sófakartöflum eins og minn annars ágæti heimilislæknir segir. Ferðalýsingin sést betur hjá Hjartanu þannig að ég fer ekkert að endurskrifa það. Vildi þó koma því að að þetta blessaða merki sem við leituðum að á nokkurra ferkílometra svæði ku vera innan við 100 metra frá hinu næsta við hliðina huh
Málið er hinsvegar að meðlimir þriðjudagsgönguvinaklúbbsins eru ekki (understatement) mjög flinkar að lesa á kort. Þegar kortin eru dregin upp þarf að byrja á því að taka mið af Hafnarfirði, leita síðan að Esjunni sem af alkunnri hógværð felur sig bak við einhverja hóla, snúa sér síðan í nokkra hringi eða snúa kortinu á hvolf og þá fyrst er hægt að fara að leita að kennileitunum. En við erum samt nokkuð ánægðar með okkur því á þessum ferðum erum við þegar búnar að kryfja landspólitíkina eins og hún leggur sig og fara yfir helsta slúðrið í fjölmiðlum og leggja á það blákalt mat. Sem sagt árangursríkar ferðir!
Málið er hinsvegar að meðlimir þriðjudagsgönguvinaklúbbsins eru ekki (understatement) mjög flinkar að lesa á kort. Þegar kortin eru dregin upp þarf að byrja á því að taka mið af Hafnarfirði, leita síðan að Esjunni sem af alkunnri hógværð felur sig bak við einhverja hóla, snúa sér síðan í nokkra hringi eða snúa kortinu á hvolf og þá fyrst er hægt að fara að leita að kennileitunum. En við erum samt nokkuð ánægðar með okkur því á þessum ferðum erum við þegar búnar að kryfja landspólitíkina eins og hún leggur sig og fara yfir helsta slúðrið í fjölmiðlum og leggja á það blákalt mat. Sem sagt árangursríkar ferðir!