Þriðjudagsgönguvinaklúbburinn fer af stað í kvöld að venju þrátt fyrir rok og aðrar hrakspár. Ekki er búið að ákveða hvert stefnan verður tekin en það kemur í ljós. Skórnir eru tilbúnir ásamt stuttuxum því það er við hæfi í göngum sem þessum. Félagar klúbbsins mundu sóma sér flott í svissnösku Ölpunum í tríólabuxum með hatta með fjöðrum. Jahá!
Það eru allir að fara á Duran Duran tónleika. Undirrituð verður að viðurkenna að hún hefur aldrei hlustað á þessa hljómasveit og veit næsta lítið um hana annað en tveir meðlima heita Taylor en eru þó ekkert skyldir að öðru leyti. Það var því aldrei nein spurning um að sleppa þessum tónleikum. Ég man þó að á tímabili var Kjötsúpan ægilega æst yfir Duran Duran best en ekki Wham. Ég náði hinsvegar aldrei að setja mig neitt inn í þennan æsing.
Það eru allir að fara á Duran Duran tónleika. Undirrituð verður að viðurkenna að hún hefur aldrei hlustað á þessa hljómasveit og veit næsta lítið um hana annað en tveir meðlima heita Taylor en eru þó ekkert skyldir að öðru leyti. Það var því aldrei nein spurning um að sleppa þessum tónleikum. Ég man þó að á tímabili var Kjötsúpan ægilega æst yfir Duran Duran best en ekki Wham. Ég náði hinsvegar aldrei að setja mig neitt inn í þennan æsing.