Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

02 febrúar 2005

Týnda fjarstýringin
Þar sem ég hef verið afburða þreytt að undanförnu þá brá Skakki sér í hlutverk Tæjunnar í gær og ryksjúgaði alla íbúðina og þvottahúsið líka. Ægilega flott. Á meðan lá ég og las "Fólkið í kjallaranum" sem bæþevei er alveg brilljant bók og vel verðlaunanna virði. Ég vildi að ég gæti skrifað svona flott. En aftur að ryksjúginu. Hann djöflaðist um alla íbúðina og hávaðinn var gífurlegur. Það var einungis sökum eðlislægs lestraráhuga að ég gat slökkt algerlega á þessum hávaða og haldið áfram að lesa. Allt í einu varð hljóð í íbúðinni og ég leit upp úr bókinni til þess að athuga hvort ég þyrfti að fara eitthvað og reka á eftir manninum. Þá stendur hann yfir mér með fornfálega fjarstýringu í hendinni alveg gráa af ryki.
Skakki: Þú átt þetta!
Meinvill: Hvaða fjarstýring er þetta?
Skakki: Hugsaðu!
Meinvill hugsar...
Meinvill: Ekki er þetta..?
Skakki: Jú það held ég....
Meinvill: Wá, hvar var hún?
Skakki: Inni í Lata-dreng!

Ótrúlegt. Þetta var sem sagt fjarstýringin af sjónvarpinu mínu sem ég gaf Auði þegar ég flutti til Skakka. Auður henti sjónvarpinu fyrir ári (eða sko listmálarinn henti því þar sem það var svo lengi að hitna og hann vildi horfa á ALLAN fótboltaleikinn).. Auður fékk aldrei fjarstýringuna því hún var búin að vera týnd í nokkur ár. Nú gæti einhver hugsað "hva þrífur hún aldrei Lata-drenginn?" . En það er nefnilega málið! Það er ekki bara málið að annaðslagið bursta ég hann allan og allt það..heldur vill svo til að ég flutti hann sjálf til Skakk í Lödubílnum mínum. Til þess að stólgarmurinn kæmist fyrir í bílnum þurfti ég að rífa hann að einhverju leiti í hengla. Ég varð ekki vör við neina fjarstýringu á þeim tíma! En núna er hún fundin, hálfu ári eftir að lífi sjónvarpsins lauk!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger