Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

31 janúar 2005

Úps helgin er aftur búin! Mætti forstjóranum þegar ég var að koma í vinnuna og hann spurði hvernig helgin hefði verið og ég svaraði "fín en heldur stutt" og hann sagðist vera að alvarlega að pæla breyta í að helgunum í þriggja daga helgar í stað tveggja. Mér líkar vel við forstjóra minn og mun standa við hlið hans þegar hann leggur þessa tillögu fram!

Annars er það títt af mér að ég er enn ekki búin að fara í kjólaleit. Laugardagurinn var nefnilega kvalití tæm með Molanum þannig að ekki varð neitt úr kjólaleit. Er hins vegar búin að lesa Skytturnar þrjár nokkrum sinnum og horfa á Fuglastríðið tvisvar. Fín helgi það!

Sem betur fer fer ég í klippingu í dag því hárið er orðið að strýi. Það er eins og ég sé með hálm á höfðinu sem ekkert er hægt að eiga við.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger