Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

01 febrúar 2005

Það er búið að klippa smá af strýinu sem flokkast undir hár. Fór heim með djúpnæringu í hausnum sem ég átti að vera með eins lengi og ég þoldi. Það voru fimm tímar þá var ég búin að fá nóg. Það er nefnilega eins og ég sé með þurrt hey á höfðinu, ægilega sætt sko!

Það streyma að mér beiðnir um meira starf þessa dagana: Viltu taka nema? Nei, nei nei..ég vil það ekki. Er búin að taka nema tvö ár í röð og ég vil fá frí þetta árið. Svo var ég beðin að vera varamaður í einhverri nefnd. Skil ekki hver er að stinga nafninu mínu allstaðar þessa dagana. Og til að kóróna allt saman þá var beiðni um að leysa markaðsdeildina af á framadögum. Gosh ég var að vona að við værum hætt þessu framadaga kjaftæði. Það er ægilega skemmtilegt í klukkutíma eða svo..en þegar mar er búinn að standa upp á endann í hálfan dag og bakið er farið gjörsamlega að æpa af kvölum þá er það hreint ekki skemmtilegt. Þessa dagana vil ég bara vinna vinnuna sem ég var ráðin til að vinna og ekki stafkrók meira. Núna í þessu augnabliki var ég að fá póst þar sem einhverjir nemendur vilja fá aðstoð við stórt verkefni í fræðslumálum. Hvað er eiginlega í gangi? Er búið að setja mig út sem TARGET? Eða hvað? Þetta er allt saman aukaálag og heilmikil vinna og ekkert borgað. Ég mundir eflaust segja JÁ við þessu öllu ef ég fengi greitt fyrir það aukalega.. meinvill nískupúki!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger