Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

28 desember 2004

Ég er komin í vinnuna til að pakka ofan í síðasta kassann. Lá veik heima í gær og veit að ef ég hefði látið samstarfsfólkið pakka í síðasta kassann fyrir mig þá hefðu þau núið mér því um nasir það sem eftir væri: Að þau hefðu pakkað ÖLLU fyrir mig. Ég hefði alla vega gert það. Svo ég bruddi nokkrar verkjatöflur og hunskaðist í vinnuna. Sit nú og stari stjörfum augum á skjáinn og reyni að skilja hvað fram fer.

Jólin voru annars fín. Molinn uppgötvaði pakka og reif utan af þeim í miklum móð. Mikið stuð. Skilst þó að sænska prinsessan hafi þó slegið hann út því hún ruddist í gegnum pakka fjölskyldunnar eins og roadrunner, skildi ekkert eftir í slóð sinni nema skæðadrífu af bréfum. Bróðir hennar viðurkenndi að það hefði nú verið gaman að fá að opna fleiri en einn pakka sem hann átti sjálfur en hann var ekkert að síta það.

Ég er með hausverk og vondan hósta og er að hugsa um að fara aftur heim um hádegi.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger