Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

23 desember 2004

Í gærkveldi fórum við Skakki í Smáralindina að kaupa föt fyrir hann. Eða sko hann fór í búðir og ég trillaði með af því mér finnst svooooo gaman að kaupa föt og þar sem ég á engan péning þá fer ég bara með einhverjum öðrum og horfi á þá eyða sínum péning. Þetta var rosa skemmtilegt. Við fórum inn í þessar tvær eða þrjár búðir sem selja mannaföt í Lindinni og ég skemmti mér konunglega. Togaði í skyrtur, boli og buxur og sagði reglulega "oh finndu hvað það er gott í þessu" Skakki hefur af einhverjum undarlegum ástæðum ofnæmi fyrir þessari fínu setningu þannig að mér finnst hún vel við hæfi. Það undraði mig samt að eftir að hafa rölt í þessar búðir var ekkert komið í poka fyrir Skakka. Ég hefði getað verið komið með 2-3 poka ef ég hefði verið að versla. Síðasta búðin sem við fórum inn í seldi JÓLAKÖTTINN. Ég skildi þá að aumingja Skakki var orðinn viss um að hann færi í köttinn og hann vildi skoða hann til að sjá hvernig hann liti út svo hann væri viðbúinn og gæti varið sig. Hann fer samt ekki í jólaköttinn þetta er allt í lagi. Ég tek nefnilega ekki sénsinn á því að jólakötturinn éti manninn sem ég var svo lengi að finna og keypti því handa honum einar undirbuxur til að skvera sér í yfir jólin. Ég er höfðingi!!!! En ekki segja honum frá þessum brókum því þær eiga að koma honum skemmtilega á óvart þegar hann situr tilbúinn með sverðið að höggva köttinn!!!!!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger