Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

22 desember 2004

Við erum orðin stórfjölskylda. Í gær bættist nefnilega sjötti meðlimurinn við! Þvílík gleði. Núna samstendur heildin af mér og skakka, þremur fiskum í stórmennskukasti og einni uppþvottavél!!!! Skakki laumaðist til að kaupa eina slíka og var búinn að setja hana í bílinn þegar hann kom að sækja mig í vinnuna. Oh mæ god hvað ég varð yfir mig ánægð. Gleðin minnkaði ekkert þó hann tjáði mér að hann hefði því miður bara getað keypt eina. Draumur minn er nefnilega að eiga tvær uppþvottavélar og henda eldhúsinnréttingunni. Í annarri vélinni væri hreint og í hinni væri óhreint. Er til betra kerfi en það?

En við erum búin að stíga fyrsta skrefið og sú fyrri er komin í hús.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger