Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

20 desember 2004

Þá er Skakki væntanlega á heimleið. Nema auðvitað Föröjingarnir vilji eiga hann og neiti að sleppa honum. Það gæti skeð! Ég fór að versla jólagjafir á laugardag og í gær líka. Ægilega gaman og gekk vel. Samt var betra að versla í gær því þá fór ég fyrr af stað og var því ein af örfáum að rolast í Kringlunni í gærmorgun. Í kvöld ætla ég að hafa nornaboð og elda heilmikinn hátíðamat. Ekki samt íslenskan. Þessar nornir eru svo alþjóðlegar að þær verða örugglega glaðar að fá útlenskan hátíðarmat. Síðan ætlum við að leggja seið og og gala inn nýja árið. Æi það er kannski heldur snemmt, enda held ég að nornir gali hvort eð er ekki. Voða komst ég í mikið jólaskap þegar ég vaknaði í morgun. Samt var ekkert í skónum. Ekki einu sinni kartafla. Enda fór ég frekar seint að sofa í gær það skal viðurkennast. Núna ætla ég að fara að pakka svo fyrirtækið geti flutt sómasamlega með mig innanborðs!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger