Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

11 ágúst 2004

Mikið afskaplega er gaman að búa með manni sem finnst gaman að baka og gera tilraunir! Vigtinni minni finnst það líka gaman en nú er ég búin að hlaða ofan á hana ýmsu dóti svo hún sést ekki og getur því ekki truflað samvisku mínu með eilífu ásökunaraugnaráði (hafa vigtir annrs ekki augnaráð?? Mín hefur grimmt augnaráð).

Skakki fékk glæsilega bók í afmælisgjöf. Þetta er einhver svona desertabók, alveg hreint glæsileg. Hann er búinn að binda bókina við sig og er alltaf að lesa hana. Ég les hana líka en lengra nær okkar samanburður ekki. Hann nefnilega er að gera rétti úr bókinni. Ég borða þá!

Hann er búinn að prufa þrjár gerðir af ostakökum. Ein er stórkostlega góð, svo góð að ef MS kæmist í hana þá þyrftu þeir sko ekki að hafa áhyggjur meir. Önnur er alveg mjög fín en sú þriðja (var gerð fyrst) fannst mér ekki mjög góð en það er ekki alveg að marka því ég vil ekki kaffibragð af neinu sem ég borða. Borða ekki einu sinni kaffisúkkulaðimola (hrollur).

Nú er ostakökusísonið búið og það næsta tekið við. NAMM! Núna er hann að gera tilraunir með krem brúllei. Það er nú aldeilis gott að eiga von á einhverju svona góðgæti er maður kemur heim þreyttur úr vinnunni. Krem brúllei

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger