Tækniundur
Ég fékk heimsókn í gærkvöldi. Þetta var vinkona mín og spúsi hennar (þau lifa í synd og hórdómi eins og á mínu heimili) og sagði vinkonan farir sínar ekki sléttar (alveg skakkar farir þar). Málið er nefnilega að eins og algengt er um karlmenn þá þjáist spúsinn af tækniundradellu. Þetta háir vinkonu minni ekki neitt því hún hefur líka gaman af tækjum. Nú hinsvegar er hún farin að kvarta lítilsháttar.
Vinkonan hefur geypigaman af því að horfa á sjónvarp og á stórt og fínt tæki með heimabíógræjum. Mjög skemmtilegt tæki sem ég hef nokkrum sinnum horft á í góðu tómi (eini sinni kviknaði í við hliðina á okkur vinkonunum þar sem við sátum og störðum í ofvæni á þetta fína sjónvarp en við urðum ekki varar við það fyrr en kofinn var næstum brunninn ofan af okkur en það er önnur saga).
Nú fær spúsinn þá fínu hugmynd að fá lánaðann skjávarpa í einhverri búð og sjá hvernig hann kemur út í höll þeirra. Vinkonan mótmælir eitthvað og bendir á að höllin sé í minna lagi fyrir svona tæki og svo sé það líka dýrt. Spúsinn blæs á svona máttleysisleg mótmæli og til að sannfæra hana endanlega segis hann ísmeygilega:
"Við getum prufað að horfa á Two Towers í þessu og tengja heimabíóið við"
Hver stenst svona gylliboð? Ja, ekki vinkona mín og hún settist glöð í sófa sinn meðan spúsinn græjaði skjávarpann (reif í ofvæni málverkin af veggjunum, naglhreinsaði hann á mettíma og málaði hvítan). Þau horfðu á Two Towers og mikil hamingja ríkti í höllinni.
Hamingjan ríkti í tvo þrjá daga eða þangað til vinkonan kom heim úr vinnunni einn daginn. Þá var spúsinn búinn að hreiðra um sig í sófanum, búinn að tengja tölvuna við heimabíóið, kominn með þráðlausa lyklaborðið sitt og þráðlausu músina og fullan styrk á græjunum. Á veggnum var Internetið í allri sinni dýrð og spúsinn með sælusvip.
Vinkona stóð stjörf í dyrunum og reyndi að meðtaka þetta og þegar spúsinn varð hennar var æpti hann (varð að æpa svo heyrðist yfir hávaðann):
"Er þetta ekki flott, ég ætla sko ekki að skila þessu tæki, ég ætla að kaupa hann. OKKUR vantar svona tæki"
Hún starði orðlaus á móti og loks þegar hún fékk málið reyndi hún að fá svör við því hvar hún ætti að horfa á sjónvarpið?
Hann var búinn að redda því. Á tölvuborðinu lá síminn hans og er hann með litlum skjá:
"Þú mátt fá símann lánaðann"
Mælti hann höfðinglegur í lundu.
"Passaðu bara að stólinn renni ekki til því gólfið er svo misslétt".
Síðan snéri hann sér aftur að lyklaborðinu þráðlausa og tölvumynd skjávarpans á hvítum veggnum.
Ég fékk heimsókn í gærkvöldi. Þetta var vinkona mín og spúsi hennar (þau lifa í synd og hórdómi eins og á mínu heimili) og sagði vinkonan farir sínar ekki sléttar (alveg skakkar farir þar). Málið er nefnilega að eins og algengt er um karlmenn þá þjáist spúsinn af tækniundradellu. Þetta háir vinkonu minni ekki neitt því hún hefur líka gaman af tækjum. Nú hinsvegar er hún farin að kvarta lítilsháttar.
Vinkonan hefur geypigaman af því að horfa á sjónvarp og á stórt og fínt tæki með heimabíógræjum. Mjög skemmtilegt tæki sem ég hef nokkrum sinnum horft á í góðu tómi (eini sinni kviknaði í við hliðina á okkur vinkonunum þar sem við sátum og störðum í ofvæni á þetta fína sjónvarp en við urðum ekki varar við það fyrr en kofinn var næstum brunninn ofan af okkur en það er önnur saga).
Nú fær spúsinn þá fínu hugmynd að fá lánaðann skjávarpa í einhverri búð og sjá hvernig hann kemur út í höll þeirra. Vinkonan mótmælir eitthvað og bendir á að höllin sé í minna lagi fyrir svona tæki og svo sé það líka dýrt. Spúsinn blæs á svona máttleysisleg mótmæli og til að sannfæra hana endanlega segis hann ísmeygilega:
"Við getum prufað að horfa á Two Towers í þessu og tengja heimabíóið við"
Hver stenst svona gylliboð? Ja, ekki vinkona mín og hún settist glöð í sófa sinn meðan spúsinn græjaði skjávarpann (reif í ofvæni málverkin af veggjunum, naglhreinsaði hann á mettíma og málaði hvítan). Þau horfðu á Two Towers og mikil hamingja ríkti í höllinni.
Hamingjan ríkti í tvo þrjá daga eða þangað til vinkonan kom heim úr vinnunni einn daginn. Þá var spúsinn búinn að hreiðra um sig í sófanum, búinn að tengja tölvuna við heimabíóið, kominn með þráðlausa lyklaborðið sitt og þráðlausu músina og fullan styrk á græjunum. Á veggnum var Internetið í allri sinni dýrð og spúsinn með sælusvip.
Vinkona stóð stjörf í dyrunum og reyndi að meðtaka þetta og þegar spúsinn varð hennar var æpti hann (varð að æpa svo heyrðist yfir hávaðann):
"Er þetta ekki flott, ég ætla sko ekki að skila þessu tæki, ég ætla að kaupa hann. OKKUR vantar svona tæki"
Hún starði orðlaus á móti og loks þegar hún fékk málið reyndi hún að fá svör við því hvar hún ætti að horfa á sjónvarpið?
Hann var búinn að redda því. Á tölvuborðinu lá síminn hans og er hann með litlum skjá:
"Þú mátt fá símann lánaðann"
Mælti hann höfðinglegur í lundu.
"Passaðu bara að stólinn renni ekki til því gólfið er svo misslétt".
Síðan snéri hann sér aftur að lyklaborðinu þráðlausa og tölvumynd skjávarpans á hvítum veggnum.