Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

02 mars 2004

Systir mín Skjaldbakan fer stórum í blogginu sínu í gær. Hún er þar að ræða uppáhaldsumræðuefnið sitt sem er "sokkar". Huh, mér hinsvegar finnst sokkar leiðinlegir og reyni að forðast að þurfa að nota svoleiðis fyrirbæri. Af því ég bý á Íslandi þá er það samt hluti ársins sem ég hreinlega neyðist til að nota slíkan búnað. Ég geri samt mitt besta og heima hjá mér er ég t.d. alltaf berfætt. Af hverju vill fólk fela fallega fætur sína í sokkum ef það kemst hjá því?? (Hrönn þú ert beðin að kommentera ekki á þessa athugasemd því ég man þá tíð er þú sast í tjaldi og grést úr hláti yfir því hve tærnar mínar væru ljótar, þær hafa lítið breyst).

Einn ágætur vinur minn (hann heitir Árni og er úr járni) þoldi ekki sokkafælni mína og hafði alltaf tilbúna háa hvíta ullarsokka þegar ég kom í heimsókn. Alveg sama hvort það var sumar eða vetur. Það virkaði nú soldið skrítið að vera í stuttu pilsi og háum ullarsokkum en það á kannski bara vel við á Íslandi.

En mér finnst að fólk eigi að leyfa fótunum sínum að anda, ekki troða þeim í sokkaplögg allan sólarhringinn nema kannski rétt á meðan það sefur.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger