Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

06 mars 2004

Þegar ég mætti í klippinguna mína í gær var klippikonan veik. Ekki náðist í mig því þær voru ekki með símann hjá mér. Ég fór næstum því að gráta og bað þær að horfa vel á mig, ég gæti ekki litið svona út (eins og það væri þeim að kenna). Þær mölduðu eitthvað í móinn, sögðu mér að bæjarárshátíðin væri á morgun og allt BRJ'ALAÐ hjá þeim að gera! Ég varð svona eins og aumingi og tveim mín seinna sat ég í stól og var að fá klippingu. Ég skammaðist mín ekki einu sinni fyrir að troða mér svona að. Eftir allt saman þá bera þær ábyrgð á hárinu á mér eða er það ekki? Gott að varpa ábyrgðinni á útliti sínu yfir á aðra haha

Meðan ég var stödd hjá klippunum hringdi Kristín í mig og bauð mér í bíó. Henni höfðu áskotnast tveir miðar á "Love is in the Air" heimildamyndinni um Rómeo og Júlíu í London. Þetta var skemmtilegt og það besta við það var að það kom svona óvænt. Fín heimildamynd um flínkt fólk í London. Mikið assgoti geta sumir verið hæfileikaríkir. Það er bara alveg stórkostlegt.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger