Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

03 mars 2004

Veðrabreytingar! hmmm! Mér finnst þær skemmtilegar NOT! Ástæðan? Jú hún er sáraeinföld, á dögum sem þessum þar sem skyndilega er komið hásumar um miðjan vetur verður fallegu andliti mínu um og ó og sýnir vanþóknun sína á undraverðan hátt!

FRUNSUR

Já, frunsur eru verkfæri djöfulsins til að minna mann á að vera ekki að sýna neina ofsakæti yfir að veturinn sé að verða búinn. Nú er ég með eina stóra á vörunum og nefið lýtur út eins og ég sé búin að drekka í nokkrar vikur samfleitt, rautt og þrútið. Ég er sem sagt enn meiri hryggðarmynd en vanalega og er þá mikið sagt.

Þetta væri allt í lagi ef frunsum fylgdi ekki þessi gífurlega vanlíðan og er ég þá ekki að tala um vanlíðan yfir slæmu útliti því ég er búin að hylja alla spegla með svörtum dúk meðan þessi ósköp ganga yfir. Nei ég er að tala um sársauka og kláða. Nú er það svo með frunsur á nefi að þær geta verið hættulegar því alltaf er hætta á að smit berist í augun ég má því ekki vera með linsur þegar svona ósköp ganga yfir. Mikið er ég heppin að linsurnar eru hvort eð er orðnar að tveimur þurrum druslum í glasinu!

Ég HATA frunsur

Ég þoli heldur ekki þegar fólk er búið að spyrja "oh ertu með frunsur?" (sem er skemmtileg spurning þegar hálft andlitið er þakið sárum) þá kemur þessi setning: "Ég fæ ALDREI frunsur"
Já og???? Á mér að líða betur við það???? Ef einhver heldur að svo sé þá veður sá hinn sami í villu og svima. Djöfulsins frunsur

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger