Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

23 febrúar 2004

Í nótt fór ég að heimsækja Dísu. Hún var flutt til New York og hún var með ýmsar nýjungar í matreiðslu. Hún til dæmis var með einhverjar pillur með bragðefnum þannig að hún þyrfti ekki að vera steikja beikon og svona ógeð sem fyllir húsið af lykt. Ég sagði henni að á Íslandi værum við enn svona gamaldags að við notuðum fæðuna sjálfa sem bragðefni, engar pillur og hún fékk sjáanlegan hroll. Ég er sammála henni, það er óþolandi að það skuli ekki vera seldar svona pillur hér!

Einhver stal líka ísskápnum mínum meðan ég flutti og ég varð að kaupa nýjan. Hann var fínn nema að það var engin hurð á frystihólfinu þannig að það var soldið kalt að standa fyrir framan ísskápinn. SM fannst þetta alveg ótækt og var reið þjófnum sem stal gamla skápnum og pirruð að ég skyldi ekki hafa látið hana vita svo hún gæti hjálpað til við að leita, en ég leitaði ekkert, ég fór bara og keypti nýjan. Sólrún hinsvegar hafði gert kjarakaup með svona ísskápa hátalara, mjög litlir og sætir, það voru strákar í skólanum hjá henni að selja þá og ég fór og keypti tvo í viðbót og var þá komin með surround á ísskápinn, er það ekki alveg nauðsynlegt? MAB var í göngu meðan á þessu stóð og vildi endilega hafa mig með, ég lét það eftir henni þó ég hefði nú meiri áhuga á að finna nýja hurð á ísskápinn minn. Í göngunni gengum við fram á Siddý og Hödda sem voru í tjaldútilegu með Önnu Jónu og Bigga og Biggi pirraðist út í Hödda sem var búin að taka besta tjaldstæðið alveg við vatnið. Okkur MAB leist ekki á þetta vesen og drifum okkur til baka og mættum þá Sólrúnu í kraftgöngu. Það er ekkert smáræðis sem þær eru duglegar að æfa.

Ég var dauðþreytt þegar ég vaknaði. Enda ekki á hverri nóttu sem mar skýst til Ammeríku og til baka og fer í gönguferðir og tengir græjur svona í þeim stundum sem losna á milli.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger