Í gær fórum við Gullmolinn í göngu. Hún hófst með bílferð niður að Læk þar sem við ætluðum að gefa öndunum brauð. Það var ægilega spennandi þangað til við sáum endurnar og þær sáu okkur. Væg lýsing er að segja að þær hreinlega trylltust. Trilluðu sér upp úr vatninu og hlupu í áttina að okkur. Okkur leist ekki á það og ákváðum að þetta biði seinni tíma. Það skal tekið fram að ég var jafnfegin og barnið að við hættum okkur ekki í þessa iðandi andarhrúgu, mitt hjarta er ekki mjög hugað þegar kemur að svona kvikyndum. En við ákváðum að fara bara heim aftur og labba þar á gangstéttinni.
Við löbbuðum rólega af stað, skref fyrir skref. Molinn tók lítil skref og ég stillti minn gífurlega gönguhraða að hans. Eftir smástund tók ég eftir því að skrefin urðu minni og minni, eiginlega var varla hægt að segja að við hreyfðumst. Síðan datt hann utan í fætur mína. Ég beygði mig auðvitað í snarhasti niður til að reisa hann upp aftur en verð að viðurkenna að ég fékk algert hláturskast þegar ég uppgötvaði afhverju Molaskinnið datt. hann var nefnilega SOFNAÐUR.
Við í minni fjölskyldu erum þekkt fyrir mikinn áhuga á allri hreyfingu og það virðist sem barnið hafi fengið sinn skammt
Við löbbuðum rólega af stað, skref fyrir skref. Molinn tók lítil skref og ég stillti minn gífurlega gönguhraða að hans. Eftir smástund tók ég eftir því að skrefin urðu minni og minni, eiginlega var varla hægt að segja að við hreyfðumst. Síðan datt hann utan í fætur mína. Ég beygði mig auðvitað í snarhasti niður til að reisa hann upp aftur en verð að viðurkenna að ég fékk algert hláturskast þegar ég uppgötvaði afhverju Molaskinnið datt. hann var nefnilega SOFNAÐUR.
Við í minni fjölskyldu erum þekkt fyrir mikinn áhuga á allri hreyfingu og það virðist sem barnið hafi fengið sinn skammt