Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

11 febrúar 2004

Það er hinsvegar málið með að vera lítill og vita ekkert hvað gengur á. Ég er náttúrulega svo stór að ég veit alltaf hvað gengur á (haha). Stundum væri samt voða gott að vera bara fiskur í búri og synda fram og aftur alla daga. Bruna upp að yfirborðinu ef mar heldur að það sé að koma matur, en dóla sér annars bara í rólegheitunum og alltaf jafn hissa á kastalanum og appelsínugula grasinu.

Svona er ég annars líka. Ég er alltaf jafn hissa þegar ég fer að kaupa í matinn þegar ég er búin að vinna. Stend í sömu sporunum heillengi og tauta með sjálfri mér yfir hvað allt er dýrt. Svo er ég að furða mig á því að starfsfólkið glápir alltaf á mig eins og það hafi aldrei séð mig fyrr en eigi að kannast við mig. Sérstaklega ein konan. Hún er pottþétt með gullfiskaminni. Hún horfir hissa á mig, rennir kortinu mínu í gegnum og verður rosa hissa þegar ekki kemur neitun. Ég er farin að verða jafn hissa og hún. Við erum sem sagt báðar með svona fiskaminni.

Kannski er hún bara svona hissa yfir matarvenjum mínum? kannskifinnst henni ég kaupa of mikla óhollustu eða of mikið af grænmeti? Hvað veit ég. Ég veit hinsvegar að ég er farin að reyna að fara á annan kassa því ég nenni ekki alltaf að vera svona hissa.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger