Hr. og frú Meinvill eru að læra á photoshop þessa dagana. Það þýðir að nú er af miklum móð skipt um hausa á fólki, þurrkaðir út bakgrunnar og svona gerðar smávægilegar breytingar á flestum myndum. Þetta er í anda kaldastríðsmyndanna frá Rússlandi. Ef hr. Meinvill finnst ólíklegt að einhver maður hafi nokkuð inni á hans mynd að gera, þá hreinlega þurrkar hann þann aðila út. Þetta finnst hr. Meinvill mjög skemmtilegt og segir hann að ekki sé um sögufalsanir að ræða heldur "fíneseringu". Jamm einmitt það. Frú Meinvill hefur verið að birtast í ýmsu líki inn á hinum furðulegustu stöðum. Suma staðina man hún hreint ekki eftir að hafa nokkurn tíma séð fyrr. Þetta minnir um margt á garðdveginn í myndinni Amalie en hann ferðast um ýmsa staði í veröldinni og sendi myndir af sér til eigandans sem skildi lítt í þessu uppátæki. Frú Meinvill er þannig farin að minna á garðdverg, hana vantar að vísu húfuna en vöxturinn og vinkið er til staðar...
24 febrúar 2004
script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr">
<< Til baka