Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

10 febrúar 2004

Ég sé að Auði leiðist í vinnunni í dag. Ég get samsinnt henni í því, skil samt ekki af hverju mér leiðist því ég er að drukkna í verkefnum. kannski er það bara málið, ég er hætt að komast yfir allt saman og þá fer manni að leiðast?? Eða hvað?

Annars á ég að kynna MA ritgerðina mína á morgun í málstofu. Þar eiga samnemendur mínir að koma með gáfulegar spurningar og hjálpa mér þannig af stað. Kynningin mín er frábær en ég er samt ekki viss um að hinum finnist það haha Hún er nefnilega frekar snautleg því verkefnið er komið svo stutt af stað. Er samt komin lengra en ein sem er búin að fresta kynningu tvisvar..úff ég mundi ekki leggja í það því JT er frekar erfiður í samskiptum þó hann líti út fyrir að vera mjög eftirgefanlegur. Hann er til dæmis búinn að tilkynna að orðin "eigindlegar" rannsóknir og "Megindlegar" rannsóknir fari alveg sérstaklega mikið í taugarnar á honum. Ég fylgdist með honum á síðstu kynningu og í hvert sinn sem einhver sagði annað hvort orðið þá sá ég hann kippast við,eins og hann væri með tannpínu haha mjög fyndið. Ég passaði mig vel og vandlega að láta þessi tvö orð aldrei koma fyrir í minni kynningu, heldur segi bara viðtal og spurningarlisti. Hann fer kannski mýkri höndum um mig fyrir vikið hehe

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger