Fór í morgun og bjargaði mæðginunum í sveitinni (les Grafarvogi). Þar var rafmagnslaus bíll og þau þurftu að komast í vinnu. Molinn varð þvílíkt glaður að sjá mig og ánægður að fá að fara í mínum bíl. Hann sat aftur í eins og feitur stórbóndi á leið í kaupstað. Þegar við hinsvegar stoppuðum fyrir utan leikskólann fór gleðin illilega af, hann hafði sem sé misskilið þetta ferðalag með systrunum sem það að nú værum við að fara eitthvað skemmtilegt. Og svo var honum hent út úr bílnum í leikskólann en kellurnar sátu áfram í bílnum. SVINDL. það er ekki alltaf gaman að vera lítill og skilja engan veginn hvað gengur á!
10 febrúar 2004
script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr">
<< Til baka