Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

17 desember 2003

Molinn er vaknaður og kominn heim. Hann vaknaði ekki vel kallskömmin. Hann barðist um og hóstaði blóði. Aumingja mamman var í sjokki og bar hann öskrandi út og barðist við hann alla leiðina heim í bílnum. En núna sefur hann og líður vonandi betur þegar hann vaknar. Læknirinn sagði kirtlana haf verið mjög illa frana og hann var með mikla sýkingu í eyrunum. Hann spurði hví barnið væri ekki á sýklalyfjum en það hefur hann aldrei fengið því fyrri læknar hafa aldrei fundið neitt annað að honum en óþekkt. Læknar eru hálfvitar (fyrirgefðu kæra mágkona þetta er auðvitað ekki meint til þín).

Ég fór einu sinni sem oftar til augnlæknis. Ég var ung að árum og mamma vildi að ég heimsótti góðan lækni. Ekki einhvern gamlan skottulækni og þar sem ég hafði fengið fyrstu greiningu á Húsavík þá vildi mamma vera alveg viss um að greiningin væri rétt. Læknisbjálfinn skoðaði mig og tilkynnti móður minni síðan að það væri allt í lagi með mig og ég væri með 100% sjón. Þá var ég búin að vera með kíkinn fyrir augunum í tæp tvö ár. Hann sagði mig ekki þurfa gleraugu, þetta væri bara aumingjaskapur.

Ég tók ofan kíkinn og sá ekki mikið, þrjóskaðist við í smátíma en setti síðan kíkinn fyrir aftur því dr.sauður hafði rangt fyrir sér. Síðan hef ég verið lítið fyrir sérfræðinga, það er eiginlega kaldhæðni að ég skuli vera upp á þá komin í dag. Lífið er fáránlegt og ég er enn með kíkinn og sterkari en nokkru sinni fyrr. Og Molinn er ekki óþekkur heldur sárkvalinn af eyrnabólgum og með of stóra kirtla og asma. Óþekkur mæ ass!!!!!!!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger