Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

15 desember 2003

Jólahlaðborð
Það var nú aldeilis fínt laugardagskveldið hjá okkur hjúunum. Við fórum nefnilega á Rauðará á jólahlaðborð. Við vorum átta sem fórum saman og það var mjög gaman. Maturinn rosafínn að sjálfsögðu og á eftir fengum við að sitja í mafíuherberginu og drekka kokteila. Að vísu drukkum við gleðispillarnir ekki marga svoleiðis því haukurinn var að fara í vinnu á sunnudeginum og ég auðvitað í fullri vinnu við að skrifa ritgerð. En það má venjast því öllu líka ;)

Þjónninn var að vísu soldið ofvirkur, kom fljótt og vel með ákavíti fyrir annan leigubílstjórann (jamm vorum með okkar eigin leigubílstjóra en neyddumst svo til að keyra þá heim því þeir neituðu að keyra okkur) en kom seint og illa með coke fyrir frúnna. Eflaust af því ákavítið er dýrara en cokið haha en svona er lífið, ef maður drekkur ekki ákavíti og svoleiðis óþverra þá situr maður þurrbrjósta og engist af sárri kvöl. Nei þetta er nú hrein og klár lygi hjá mér, held að ég sé kannski bara orðin ofvirk í pennafingrinum eftir ritgerðarskrifin um helgina. Ég var nefnilega vöknuð klukkan 8 báða dagana til að skrifa og nú sit ég uppi með lélega ritgerð sem þarf að STYTTA hehe svona er lífið eintómt strit og basl. Hef tvo daga til að stytta hana og svo ætla ég að fara að undirbúa jólin. Það er sko alveg kominn tími á það. Við erum ekki einu sinni búin að setja upp aðventuljós því ég hef ekki haft tíma til að setja nein ljós upp og haukurinn nennir því ekki ;(( en á miðvikudag fer þetta ALLT upp hjá okkur.

Fór í kökur til pabba í gær út af afmælinu hans og það tók mig nákvæmlega 35 mín að gefast upp á að reyna að opna bílinn minn. Helv. frost. Sem betur fór kom haukurinn heim einmitt þegar ég var búinn að gefa upp alla von um að þessi bíll yrði opnaður nokkrun tíma framar og ég farin að búa mig undir að taka strætó það sem ég ætti ólifað (smá drami). Hann sem sagt renndi að húsinu og ég tók hans bíl. Hef sjaldan verið eins glöð að sjá hann því ég var viss um að kökurnar væru BÚNAR þegar ég loks kæmi á staðinn haha (as if)

Vittorino var veikur eina ferðina og við fórum með kökur í fjalllendið sem þau búa. Uss það er bara vetur í sveitinni ojbjakk. Það er nóg að það sé frost í Hafnarfirði það er þó ekki skafrenningur og snjór JAKK. En sem sagt kallrófan er veikur og nú er loks búið að ákveða að hann fari í aðgerð. Hann þjáist af kæfisvefni segir nýjasti sérfræðingurinn. Mér finnst það mjög trúlegt því ég man þegar ég ætlaði að verða sálfræðingur einu sinni fyrir mörgum árum, þá var partur af náminu að fylgjast með fólki með svefnvandamál og við fengum að fylgjast með einhverjum aumingjans manni sem þjáðist af kæfisvefni. Það var ekki gaman og ég get tengt þetta við Torino því ég held hann hafi vaknað á 40 mín fresti alla nóttina sem hann var hjá mér um daginn. En nú ætla þeir að laga hann ;)) Ég vona að það takist því krakkagreyið er örmagna, hann sofnar í hvert skipti sem hann er settur í bílstólinn því þá situr hann uppréttur og ekki eins erfitt að sofa. Grey kallinn.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger