Molinn er farinn aftur til síns heima eftir góða stund hjá okkur. Að vísu er um tveir tímar síðan hann fór en við hjónaleysin vorum svo örmagna að við lögðum okkur í tvo tíma (haha).
Nóttin fór nefnilega þannig fram að með einhverju ákveðnu millibili rak barnunginn upp vein sem þýddi að nú vildi hann drekka. Og þá þýddi ekki annað en vera snöggur í gang og gefa elskunni að drekka. Lengsti tíminn sem ég var vakandi var frá 3.35 til tæplega 5.00. Eftir það sváfum við í einum dúr til 7.37 (takið eftir hve allar tímasetningar eru nákvæmar en það er vegna þess að frúin varð að setja upp gleraugin í hvert skipti sem Gullmolinn heimtaði drykk og þá blasti vekjaraklukka hauksins við).
Verð að segja að núna skil ég hversu þreytuleg systir mín ástkær er. Enda svaf hún til 12.30 (hádegi) í einum rykk (hefur ekkert með áfenga drykki að gera). En sem sagt við systurnar auglýsum hér með eftir hjálp varðandi hvernig á að koma barnunganum af þessum drykkjar ósið á nóttunni!! HJÁLP
Nóttin fór nefnilega þannig fram að með einhverju ákveðnu millibili rak barnunginn upp vein sem þýddi að nú vildi hann drekka. Og þá þýddi ekki annað en vera snöggur í gang og gefa elskunni að drekka. Lengsti tíminn sem ég var vakandi var frá 3.35 til tæplega 5.00. Eftir það sváfum við í einum dúr til 7.37 (takið eftir hve allar tímasetningar eru nákvæmar en það er vegna þess að frúin varð að setja upp gleraugin í hvert skipti sem Gullmolinn heimtaði drykk og þá blasti vekjaraklukka hauksins við).
Verð að segja að núna skil ég hversu þreytuleg systir mín ástkær er. Enda svaf hún til 12.30 (hádegi) í einum rykk (hefur ekkert með áfenga drykki að gera). En sem sagt við systurnar auglýsum hér með eftir hjálp varðandi hvernig á að koma barnunganum af þessum drykkjar ósið á nóttunni!! HJÁLP