Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

12 september 2003

Meira tuð
Ég sé að sumir hafa mislesið tuðið mitt frá því í gær. Þar minntist ég nefnilega ekki einu orði á bakstur, ég held að hjá mér flokkist það frekar undir gaman þar sem það er gert MJÖG sjaldan. Ég er að tuða yfir þessu daglega. Elda mat til að lifa af vikuna eða daginn eða hvað sem það er. Ég hef aldrei gefið mig út fyrir að þetta sé eitthvað sem mér finnst skemmtilegt enda hefur húshaldið hjá mér verið eftir því. Sem sagt tekið til þegar ekki er lengur komist hjá því og eldað þegar ég er að deyja úr hungri og langar virkilega í mat. Suma daga sem sagt ekki eldað neitt, aðra daga eldað eitthvað betra. Nú er ég ekki að segja að ég hafi nostalgíu eftir þessum gömlu tímum, hinsvegar verð ég að viðurkenna að almennt HÚSHALD fer enn meira í taugarnar á mér nú. Ég er mjög fegin að minn tími skuli ekki vera í byrjun síðustu aldar, á einhverju sveitabýli með fullt hús af börnum, vinnufólk jafnvel (eða það sem er enn verra að vera eitt af vinnuhjúunum) þar sem allur tími færi í þennan rekstur. Sú tilhugsun hljómar vægast sagt skelfilega.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger