Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

10 september 2003

Hvað varð eiginlega af Fabba? Hér sat ég við gluggan og beið og beið en enginn Fabian sletti halanum sínum á minn heimabæ. Kannski eins gott þar sem haukurinn er að vinna uppi á þaki, ekki gott að vera þar í fellibyl (hehe).

Sænski nýbúinn bróðir minn hringdi í gær. Honum lá mikið á hjarta; sænsku þjóðmálin, innflytjendamálin, skólarnir og vinnan. Æi OK það var ekkert af þessu en honum líður vel þó hann skilji ekki alltaf hvernig sænska kerfið virkar.

Hann þurfti t.d. að kaupa sér lakk um daginn til að mála part af nýja hjólinu sínu. Lítrinn af lakkinu kostar 10.000 krónur og hann þurfti að bíða í viku eftir að fá það afhent. Hann þurfti ekki heilan lítra þannig að hann pantaði bara það sem hann þurfti. Fyrsta umferðin mistókst hinsvegar og hann þurfti því að panta meira og aftur að bíða í heila viku eftir að fá þetta afhent. Einhverjir merkimiðar voru á þessu og það slettist á þá málning þannig að hann varð að fá nýa miða og biðin eftir þeim var einn mánuður. Þetta pirrar nýbúann sem er vanari því að á gamla góða Íslandi fær mar alla hluti strax (glott)!

Hann spurði hvenær ég ætlaði að koma í heimsókn og ég sagðist koma þegar hann væri búinn að heimsækja mig (haha), hann hefur nefnilega enn ekki heimsótt mig (í nærri 3 ár)! Nú er ég seif frá öllum heimsóknum hehe

Ég hef alveg gleymt að minnast á að Jóhannes var að opna sýningu á Húsavík um síðustu helgi. Hún var opnuð með pompi og pragt síðasta laugardag. Hef því miður ekki link inn á hana til að auglýsa hann enn frekar ;)

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger