kaupakonan sem brást
Einu sinni þegar Meinvill var lítil fór hún sem kaupakona í sveit. Hún fékk nefnilega ekki sumarvinnu og þetta var síðasta stráið. Fór í Borgarfjörðinn á eitthvað stórbýli þar. Dagleg störf voru:
1. Að taka til í herbergjum strákanna tveggja á heimilinu
2. Að leggja á borð og ganga frá öllu eftir það (það er ábyggilega þess vegna sem mér finnst þetta svona leiðinlegt í dag)
3. Fara í hænsnahúsið og ná í egg (takið eftir það er ekki hænsnaKOFi heldur hænsnaHÚS). Umræddur kofi var nefnilega gamla íbúðarhúsið á tveimur hæðum. Þarna átti meinvill að mæta með prik í hendi til að stjaka við hænunum (og ýta hananum í burtu held ég) og týna egg. Lyktin var eins og hún gerist best í dýrahúsunum í Húsdýragarðinum (megahrollur enn þá) og meinvill var skelfingu lostin við þessi kvindi.
4. Skúra og þrífa allt húsið og hjá foreldrum húsráðenda líka.
Meinvill var ekki kölluð sínu nafni frekar en vinnuhjú til forna, heldur kallaði frúin hana "stúlkuna".
"Vill stúlkan gera svo vel og klæða litla barnið úr stígvélnum"
Meinvill fílaði sig eins og hálfvita..
Eftir eina mannsöld hringdi hæstvirtur faðir Meinvills og sagði hana hafa fengið símtal um að búið væri að redda henni vinnu í fiski, ef hún hefði áhuga. OMÆGOD hún hafði sko áhuga. Fólkið á bænum leyfði henni að fljóta með í bílnum til Reykjavíkur en frúin var að fara á spítala. Hún horfði á Meinvill hryggum augum og sagði: " Ég sem treysti á þig, ég hefði aldrei ráðið þig ef ég hefði ekki treyst því að þú yrðir allt sumarið" (Heild að Meinvill hafi verið eini umsækjandinn og ég er ekki að djóka með það).
Restin af bílferðinni var í þögn (engin göng voru komin þannig að það var allur Hvalfjörðurinn) og þau hentu Meinvill út í Ártúnsbrekkunni og spurðu hvort hún gæti ekki reddað sér þaðan sem hún gerði með glöðu geði.
Þessi átakamikla reynsla tók ÞRJÁ DAGA allt í allt. Og svo senda vinkonur mínar mér lag þegar ég kem í bæinn "Kaupakonan sem brást". Er það furða þó manni sárni?
Einu sinni þegar Meinvill var lítil fór hún sem kaupakona í sveit. Hún fékk nefnilega ekki sumarvinnu og þetta var síðasta stráið. Fór í Borgarfjörðinn á eitthvað stórbýli þar. Dagleg störf voru:
1. Að taka til í herbergjum strákanna tveggja á heimilinu
2. Að leggja á borð og ganga frá öllu eftir það (það er ábyggilega þess vegna sem mér finnst þetta svona leiðinlegt í dag)
3. Fara í hænsnahúsið og ná í egg (takið eftir það er ekki hænsnaKOFi heldur hænsnaHÚS). Umræddur kofi var nefnilega gamla íbúðarhúsið á tveimur hæðum. Þarna átti meinvill að mæta með prik í hendi til að stjaka við hænunum (og ýta hananum í burtu held ég) og týna egg. Lyktin var eins og hún gerist best í dýrahúsunum í Húsdýragarðinum (megahrollur enn þá) og meinvill var skelfingu lostin við þessi kvindi.
4. Skúra og þrífa allt húsið og hjá foreldrum húsráðenda líka.
Meinvill var ekki kölluð sínu nafni frekar en vinnuhjú til forna, heldur kallaði frúin hana "stúlkuna".
"Vill stúlkan gera svo vel og klæða litla barnið úr stígvélnum"
Meinvill fílaði sig eins og hálfvita..
Eftir eina mannsöld hringdi hæstvirtur faðir Meinvills og sagði hana hafa fengið símtal um að búið væri að redda henni vinnu í fiski, ef hún hefði áhuga. OMÆGOD hún hafði sko áhuga. Fólkið á bænum leyfði henni að fljóta með í bílnum til Reykjavíkur en frúin var að fara á spítala. Hún horfði á Meinvill hryggum augum og sagði: " Ég sem treysti á þig, ég hefði aldrei ráðið þig ef ég hefði ekki treyst því að þú yrðir allt sumarið" (Heild að Meinvill hafi verið eini umsækjandinn og ég er ekki að djóka með það).
Restin af bílferðinni var í þögn (engin göng voru komin þannig að það var allur Hvalfjörðurinn) og þau hentu Meinvill út í Ártúnsbrekkunni og spurðu hvort hún gæti ekki reddað sér þaðan sem hún gerði með glöðu geði.
Þessi átakamikla reynsla tók ÞRJÁ DAGA allt í allt. Og svo senda vinkonur mínar mér lag þegar ég kem í bæinn "Kaupakonan sem brást". Er það furða þó manni sárni?